Annáll 2019

Árið hefur veðir viðburðarríkt hjá félaginu,hér verður stiklað á stóru hvað varðar starfið og útköllin.

Á árinu héldum við upp á 20 ára afmæli félagsins sem tókst vel í alla staði þökk sé dyggum stuðningsaðilum sem hjálpuðu okkur að láta þetta verða að veruleika en boðið var upp á sjávarréttahlaðborð þar sem yfir 120 manns gæddu sér á dýrindis fiskmeti að hætti þeirra Steina,Evu og Eiríks.

Við stóðum vaktina í Fossavatnsgöngunni eins og mörg undanfarin ár og gekk það prýðilega þrátt fyrir leiðindaveður og lítinn snjó.

Löng bið er búin að vera eftir nýju björgunarskipi en það silgdi loks inn Ísafjarðardjúp að morgni 27.maí en þá höfðu vaskir menn lokið nokkurra daga siglingu frá BODO í Noregi. Skipið fór svo í sitt fyrsta útkall mánuði seinna og reyndist vel.

Stór hluti af fjármagni þess nýja skips kom úr heimabyggð og má þakka þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu þetta að veruleika.

Það mæddi mikið á nýja skipinu sem hefur farið í 17 útköll á árinu og mjög stór hluti eru sjúkraflutningar en einnig var nokkuð um vélavana báta sem dregnir voru heim. Góð reynsla kom á skipið og áhöfnin er gríðarlega ánægð með þessa uppfærslu á skipi.

Hér fyrir neðan er fjöldi útkalla yfir sumarið

júní-8 útköll

júlí-8 útköll

ágúst-sept-6 útköll

Okkur tókst að endurnýja sleða á árinu en þó hefur lítil reynsla komið á hann sökum tíðarfars en við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og við fáum tækifæri til að þjálfa mannskapinn upp.

Hópur frá BFÍ stóð vaktina á hálendinu í eina viku annað árið í röð og menn reynslunni ríkari eftir þá dvöl enda mikil umferð um svæðið og hlutverk okkar er að vera til taks og leiðbeina ferðafólki.

Starfið hófst svo í september en meðlimir hittast á skipulögðum æfingum eða fundum alla mánudaga,þar fyrir utan er hist eins og tækifæri gefst á miðvikudögum þar sem almennu viðhaldi á húsnæði eða tækjum er sinnt. Aðalstjórn heldur sína stjórnarfundi þriðja miðvikudag í hverjum mánuði en þar að auki eru fjölmargar minni nefdir sem hittast eftir þörfum.

Í byrjun desember fer alltaf af stað fjáröflunarvertíð en þar má helst nefna Jólatrjáasölu og Flugeldasölu en það eru okkar burðarliðir á komandi ári.

Við fengum rausnalega gjöf í lok árs en okkur var gefinn Nissan patrol 38″ 3.0 frá fyrirtækinu Wild Westfjords og þökkum við þeim kærlega fyrir þennan veglega styrk.

Að lokum þá langar okkur að þakka fyrirtækjum og einstaklingum sem stutt hafa dyggilega við bakið á okkur en án þeirra værum við ekki neitt.

Gleðilegt ár

Takk fyrir stuðninginn!

Posted in Almennt | Comments Off on Annáll 2019

Björgunarskipið Gísli Jóns

Við leitum styrkja til kaupa á björgunarskipinu RS Skuld


Björgunarbátasjóðurinn á Vestfjörðum leitar styrkja til þess að fullfjármagna kaup á björgunarskipinu RS Skuld frá Noregi. RS Skuld er fullkomið björgunarskip með góða aðstöðu fyrir áhöfn og sjúklinga, ríkulega búið björgunarbúnaði svosem dráttarkrók, krana spilum og fleira. Ennfremur gengur skipið um 25 sjómílur sem er umtalsvert meira en núverandi skip.


Þeir sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar er bent á að leggja inná reikning sjóðsins:
Kt. 6905972099
Banki: 0154-26-2534

Nýja skipið verður nefnt eftir fræknum björgunarmanni við Ísafjarðardjúp, Gísla Jónssyni. Gísli leiddi björgunarmenn frá Hesteyri árið 1955 að togaranum Agli Rauða í aftakaveðri með björgunarbúnað þar sem 16 af skipverjum togarans var bjargað í land við afar erfiðar aðstæður. Gísli ólst upp á Sléttu, rétt hjá strandstaðnum, og var því vel staðkunnugur en þess má geta að hann var einungis 18 ára þegar hann leiddi þessa miklu björgun. Gísli var búsettur í Skutulsfirði alla tíð eftir flutningana frá Sléttu og liðsinnti slysavarnardeildum og björgunarsveitum á svæðinu með margvíslegum hætti allt sitt líf, en hann lést árið 2013.

 

 

Posted in Almennt | Comments Off on Björgunarskipið Gísli Jóns

Ófærð 10-11.2 2018

Um liðna helgi höfðu félagar Björgunarfélags Ísafjarðar af nægu að taka enda veður á svæðinu afar slæmt.
Þetta hófst allt á laugardagskvöldinu þegar við fengum boð um sjúkraflutning rétt fyrir 23 í Önundarfjörð,stuttu síðar var Jaki 1 mannaður og hann sendur af stað á eftir moksturstæki. Afar slæmt skyggni var og sóttist ferðin fremur hægt en bíll hafði verið sendur á móti okkur frá Sæbjargarmönnum á Flateyri. Bílarnir mættust síðan við Varmadal og hélt Jaki 1 þá á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu þá var haldið í Súgandafjörð en þar hafði fólk fest bifreið sína í miklum snjó og á auga bragði var útséð með að við næðum til þeirra á Jaka 1 og því var ákveðið að þau myndu ganga til móts við okkur en við ákváðum að bíða í gangnamunanum en bifreiðin var 100 metrum fyrir framan. Verkefnið gekk vel og komst fólkið í öruggt skjól rétt um kl 02:00.

Ákveðið var að hafa lágmarks mannskap í húsi en verkefnin hófust síðan aftur rétt fyrir kl 8 í gærmorgun en aka þurfti heilbrigðisstarfsfólki á vakt enda töluverð ófærð í bænum. Örfáar aðstoðir vegna fastra bifreiða en fólk virti það að vera ekki á ferðinni á sínum bílum enda engin ástæða til annars en að hafa bara kósý.
Eftir hádegi fórum við með starfsfólki Heimahjúkrunar til að aðstoða við lyfjagjafir.

Um miðjan dag var svo óskað eftir því að Jaki 1 sinnti hlutverki Sjúkrabifreiðar en flytja þurfti sjúkling innanbæjar á Ísafirði en sökum ófærðar var brugðið á það ráð að fá Jaka 1 enda svokallaður ófærðarsjúkrabíll.

Verkefnin fóru að hægjast eftir miðjan dag og ákveðið var að senda mannskap í hvíld og fá ferskari mannskap en aðeins var verið að sinna Heilbrigðisstofnuninni frameftir kvöldi.

Mikilvægi öflugrar Björgunarsveitar sannar gildi sitt á svona dögum en hlutverk okkar fólks er að reyna meðal annars að halda þeim mikilvægu stofnunum eins og Fjórðungssjúkrahúsinu gangandi á ófærðardögum og einnig vera til taks í neyðartilfellum.

Annasöm helgi já okkar fólki og Björgunarfélag Ísafjarðar þakkar fyrir sig!

Posted in Útköll | Comments Off on Ófærð 10-11.2 2018

Endurvarpaferð á Hrolleifsborg

Félagar úr BFÍ,Erni í Bolungarvík, Bjargarmenn á Suðureyri og Dagrenning á Hólmavík fóru nú um helgina á Drangajökul til að endurnýja enduvarpa fyrir rás 44vhf sem staðsettur er á Hrolleifsborg og er í eigu og umsjá sveitanna. Farið var inn í Laugarás í Skjaldfannardal á laugardag og gist þar, síðan var lagt á jökul eldsnemma á Hvítasunnudag en þá var haldið inn í Unaðsdal og þaðan upp slóða sem liggur á Dalsheiði, þar voru sleðar teknir af og mýkt í dekkjum áður en haldið var sem leið lá í átt að Hrolleifsborg.
Veður var ágætt á leiðinni þrátt fyrir dimma þoku á köflum. Skipt var um endurvarpa og draslið ferjað upp á sleðum að gamla endurvarpanum, það gekk mjög vel og hefði sennilega ekki gengið vel ef ekki hefði verið sleðafært á borgina.
Hópurinn hélt sig í sömu förum á heimleið enda svartaþoka en þegar komið var ofan í Ísafjarðardjúp blasti við glaða sólskin.
Þá var ekkert annað að gera en að koma sér heim eftir gott dagsverk og voru hóparnir að koma heim í kringum miðnættið.

Nú hafa vhf fjarskipti bæst til muna enda gamli endurvarpinn búinn að vera óvirkur um nokkurt skeið

Posted in Almennt | Comments Off on Endurvarpaferð á Hrolleifsborg

Bætt aðstaða í Guðmundarbúð-Útleiga

Það er óhætt að segja að aðstaða í Guðmundarbúð hafi tekið miklum breytingum undanfarið þá sérstaklega fyrir þá sem sækja þangað viðburði en nú er mun bættara aðgengi fyrir hreifihamlaða enda salurinn upp á annari hæð.
Sett hefur verið upp fólksflutningalyfta sem tekur allar stærðir og gerðir af hjólastólum eða þá sem ekki treysta sér upp stigann.
Búið er að mála salinn og verið er að bíða eftir gólfefni á salinn sem verður væntanlega komið á seinnipartinn í haust.

Ef þig vantar sal til leigu þá höfum við frábæra aðstöðu fyrir þig endilega kíktu á linkinn -Guðmundarbúð hér á síðunni og sjáðu hvað er í boði.

Posted in Almennt | Comments Off on Bætt aðstaða í Guðmundarbúð-Útleiga

Slysavarnadeildin Iðunn gefur utanborðsmótor

Slysavarnardeildin Iðunn gaf nú á dögunum bátahópi félagsins utanborðsmótor, mótor sem fyrir var komst á aldur fyrir nokkru. Þetta er kærkomin gjöf til okkar en nú er sveitin með tvo fullbúna báta klára til útkalls og stefnt er að fá þann þriðja fljótlega!
Hér má sjá Viktoríu Kristínu umsjónarmann báta taka við lyklunum af Gunnvöru formanni Slysavarnadeildarinnar
Takk enn og aftur!

Posted in Almennt | Comments Off on Slysavarnadeildin Iðunn gefur utanborðsmótor

Nýliðakynning

Nýliðakynning Björgunarfélags Ísafjarðar verður haldin mánudagskvöldið 12.sept í Guðmundarbúð
Hafir þú áhuga á útivist, fjallamennsku, bátsferðum, sleðamennsku eða fyrstuhjálp og vilt láta gott af þér leiða ?
Þér hefur kanski langað að starfa í björgunarsveit en aldrei látið verða að því ! Samheldi hefur lengi einkennt sveitina og þetta er eins og ein stór fjölskylda.
Hér er rétta tækifærið því við tökum á móti þér með bros á vör 12.sept og munum aðeins kynna okkar starf og það sem framundan er hjá okkur !
Tæki og tól sveitarinnar verða til sýnis og munu félagar okkar svara öllum helstu spurningum !

Okkur hlakkar mikið til að sjá sem flesta.
Við bjóðum gestum upp á kaffiveitingar!
Kynningin er fyrir 16 ára (þeir sem eru að byrja í menntaskóla) og eldri

Posted in Almennt | Comments Off on Nýliðakynning

Gleðilega páska

Nú er að líða að páskum og gestir Skíðavikunnar farnir að flykkjast í bæjinn enda mikið um viðurði þessa helgina.
Björgunarfélag Ísafjarðar verðum með hefðbundinn viðbúnað um páskana eins og svo oft áður, við höfum nú þegar undirbúið okkur vel undir komu gesta og höfum yfirfarið búnað og tæki eins og kostur er enda margir sem sækja skíðabrekkur um páskana bæði troðnar og ótroðnar. Við beinum því til fólks að fara varlega um helgina og skoða vel og vandlega veðurspár en einhver él er í kortunum með norðaustlægri átt 8-15 m/s.
Við erum á vaktinni yfir páskahelgina og útkallssíminn er 112

Björgunarfélagið óskar sínum félagsmönnum og landsmönnum gleðilegra páska.

Posted in Almennt | Comments Off on Gleðilega páska

Viðburðarríkir dagar hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar

Það er óhætt að segja að undanfarnir dagar hafi verið viðburðarríkir en á föstudaginn s.l fóru tvö hundateymi Auður og Skíma og Skúli og Patton á vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar Íslands sem haldið í nágrenni við Hólmavík.
Tveir félagar þau Brynjar Örn og Viktoría Kristín sátu Bifreiðastjórnunarnámskeið í Bolungarvík sem kennt var um helgina og síðan voru aðrir fimm sem unnu við fjáröflun fyrir Íslenska aðalverktaka en í því felst að fjarlægja víra sem standa út úr varnargarðinum og voru notaðir við gerð garðsins.

Það er því óhætt að segja að nóg sé að gera í þjálfun og vinnu hjá okkur þessa dagana, en nú fara páskarnir að láta sjá sig og við erum með fund annað kvöld þar sem við undirbúum okkur eftir bestu getu þ.e að stytta viðbragðstíma okkar enn frekar og setjum því sleðana á kerru og sjúkrabúnað í sleðabílinn okkar.

Posted in Almennt | Comments Off on Viðburðarríkir dagar hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar

Þessi síða er í vinnslu

Heimasíðan okkar hefur legið niðiri um nokurt skeið en nú er unnið að því að koma henni í nothæft ástand

-Teitur

Posted in Almennt | Comments Off on Þessi síða er í vinnslu