Æfing á slöngubátum og Gunnari Friðrikssyni


Æfing verður haldin á slöngubátunum og Gunnari Friðrikssyni þann 14.-04. 2007 (þ.e. laugardaginn næstkomandi) kl. 21:00.
Lengi hefur staðið til að halda æfingu í myrkri á slöngubátunum og nú er lokins komið að því.
Glöggir menn sögðu mér að það hefði bara einu sinni verið haldin myrkra-æfing á sjó svo það er kominn tími á eina.
Æfingin á ekki að vera flókin heldur verður farið í nokkur grunnatriði s.s. að leggja upp að Gunnari Friðriks. á ferð, breiðleit, taka mann um borð í Gunnar o.fl. Auk þess verða nokkrar sér æfingar á slöngubátunum (samt með Gunnar viðstaddan) t.d. fjörulendingar (í myrkri), maður fyrir borð svo að eitthvað sé nefnt.
Mæting verður kl.21:00 í Guðmundarbúð eða Gunnar Friðriksson, eftir því sem við á, bátar búnaður og mannskapur gerður klár og ,,hittingur” verðu svo um borð í Gunnari áður en lagt verður af stað (bara þetta venjulega). Æfingin gæti því dregist eitthvað frameftir.

Ef að menn vilja æfa eitthvað fleira má að sjálfsögðu skoða það, látið bara vita!
Vonandi mæta svo fleiri en á síðustu slöngubáta æfingu þ.e. þrír.

Kveðja hópstjórar bátahóps
Þröstur Þórisson

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.