Æfingin

Snjóflóðaýlaæfingin á mánudagskvöldið tókst með eindæmum vel. Mætingin var mjög góð en um 14 manns mættu. Eftir stutta fræðslu innandyra var skipt í hópa og haldið út til prófunar á græjunum. Veðrið olli engum vonbrigðum var náttúrulega alveg í samræmi við verkefnið. Eftir æfingu og smá prófun á Unimog var haldið í Guðmundarbúð þar sem okkar beið kaffi og snúðar úr Gamla bakaríinu í boði Addýar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.