Monthly Archives: October 2008

JA HÚ Afmælisveisla!!!

Björgunarfélag Ísafjarðar verður 10 ára 31 Október. Ætlunin er að gera okkur glaðan dag á laugardeginum 1. nóv. með því að hafa opið hús bjóða bæjarbúum upp á kaffi og kökur milli 15:00 og 17:00 í Guðmundarbúð. Klukkan 15:00 ætlum … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

AFMÆLI!!! 10ÁRA AFMÆLI!!!

Eins og þeir sem kunna það telja, vita það að Björgunarfélag Ísafjarðar verður 10 ára á þessu ári.Planið er að gera eitthvað skemmtilegt fyrir bæjarbúa og einnig okkur félagsmenn og konur, laugardaginn 1. november! næstkomandi. Gert er ráð fyrir hópmyndatöku … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on AFMÆLI!!! 10ÁRA AFMÆLI!!!

Köfun á sunnudaginn s.l.

Síðastliðinn sunnudag voru tveir kafarar frá Björgunarfélaginu sem bleyttu í sér fyrir utan aðstöðu Sæfara. Ákveðið var að fara þangað vegna veðurs, þar var fremur skjólsamt. Þrátt fyrir það var skyggnið ekki upp á það besta, u.þ.b. 2 metrar. Köfunin … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Flugslysaæfingin í dag

Eins og félögum okkar ætti að vera kunnugt um var haldin flugslysaæfing í dag á Þingeyrarflugvelli.Það voru björgunarsveitir frá Þingeyri, Ísafirði og Hnífsdal sem komu að æfingunni auk lögreglunni á Vestfjörðum og slökkv- og sjúkrabílaliðinu á Ísafirði og Þingeyri.Æfingin gekk … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Fjáröflun á sunnudaginn!

Næstkomandi sunnudag býðst okkur (Björgunarfélagi Ísafjarðar) fjáröflunarverkefni.Það eru jarðgangnaséníarnir hjá Íslenskum aðalverktökum sem vantar fjallakalla til þess að fara upp, fyrir ofan gangnamunan Hnífsdalsmeginn og henda niður grjóti sem er þar á lítilli sillu sem er að fyllast. Svo þeir … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Flugslysaæfing á Þingeyri

Næstkomandi 18. október verður haldin flugslysaæfing á Þingeyri.Skráning er mikilvæg til að geta skipulagt æfinguna svo að allir fái næg verkefni.Áhugasamir og allir hinir eru hvattir til þess að skrá sig fyrir sunnudaginn 12. okt. n.k.Skráningar eru á lista í … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Flugslysaæfing á Þingeyri

Útkall-F2 gulur!

Útkall-F2 gulur Svæði 7 Óveðursaðstoð, tveir bátar á reki í Sundahöfninni, barst kl. 00:22 í gærkvöldi. U.þ.b. 10 vaskir menn mættu með spottana klára og löguðu það sem aflaga fór á met tíma. Aðgerðin gekk vel og var lokið rúmlega … Continue reading

Posted in Útköll | Comments Off on Útkall-F2 gulur!

Allt nelgt!

Síðastliðinn fimmtudag komu menn saman í Guðmundarbúð og græjuðu bifreiðar félagsins undir komandi vetur. Nagladekkin voru sett undir Toyotuna og Lettann svo nú eru allir bílarnir komnir á nelgt því að Unimoginn var á nöglum í sumar. Bílarnir ættu því … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Allt nelgt!