Monthly Archives: November 2009

Útkall Gulur bátur með í skrúfuni

Um kl. 18 í gær föstudag kom útkall gulu á Gunnar Friðriksson. 6 tonna línubátur hafði fengið í skrúfuna norðvestur af ritnum en engin hætta var á ferðum. Lagt var af stað úr höfn um kl. 18:30 þegar búið var … Continue reading

Posted in Útköll | Comments Off on Útkall Gulur bátur með í skrúfuni

Jólaseríur í miðbænum!

Eins og menn vita styttist óðum í jólin og er undirbúningur þeirra hafinn. Nú þegar er búið að setja upp jólakrautið á ljósastaurana í miðbænum og jólaseríurnar á nokkur fyrirtæki. Ef veður leyfir er stefnt að því að hengja upp … Continue reading

Posted in Óflokkað | 3 Comments

Sunnudagurinn

Haldin var fín fjallabjörgunaræfing í dag á Arnarneshamri. Æft var að síga niður með sjúkling í börum. Ágætis mæting var á æfinguna en þau sem mættu voru: Þröstur, Ingibjörg, Sverrir og Hörður, Tindarnir Rúnar og Kári og síðan voru þeir … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Sunnudagurinn

Góður laugardagur

Á föstudagskvöld byrjaði námskeiðið Slöngubátar 1 í Guðmundarbúð og mættu 5 félagar úr elsta hópi unglingadeildar og BFÍ á námskeiðið sem haldið var af Óskari Albertssyni. Á laugardagsmorgun var svo byrjað á verklega hluta námskeiðsins og farið meðal annars í … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Fjallabjörgunaræfing

Á sunnudaginn næsta verður fjallabjörgunaræfing í Arnarneshamrinum fræga. Fyrirhugað er að síga með börur á mismunandi vegu. Brottför er frá Guðmundarbúð kl. 10:05 með þann búnað sem við á.Nánari upplýsingar eru í síma 8694769 hjá Herði

Posted in Óflokkað | Comments Off on Fjallabjörgunaræfing

Slöngubátar 1

Námskeiðið “Slöngubátar 1” verður haldið í Guðmundarbúð næstkomandi helgi.Bókleg kennsla og fyrirlestrar verða á föstudeginum en verklegt á laugardeginum.Kennari námskeiðsins er Óskar Ágúst Albertsson, nánari upplýsingar má fá hjá honum í síma 8694845

Posted in Óflokkað | Comments Off on Slöngubátar 1

Laugardagur í Gunnari

Á laugardaginn næsta 21. Nóv verður æfing á Gunnari Friðrikssyni. Mæting verður kl.12:30 og err stefnt að því að vera komnir aftur í land kl. 14:30. Verkefni dagsins verða flutningur slasaðra og æfingar með slöngubátum BFÍ. Félagsmenn og áhafnar meðlimir … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Laugardagur í Gunnari

Létt fjallabjörgunaræfing á miðvikudaginn nk.

Fjallabjörgunaræfing á miðvikudagskvöldið inni í Guðmundarbúð, mæting kl. 20.Farið verður yfir sig með börur og jafnvel fleira.Næsta útiæfing verður líklega á Arnarneshamrinum og þá verður sigið með börurnar. Fjallakallar og kellingar vinsamlegast reynið að mæta.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Létt fjallabjörgunaræfing á miðvikudaginn nk.

Neyðarkallinn seldist upp

Við hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar erum í skýjunum með þær frábæru móttökur sem við fengum hér í bænum, þetta var framar okkar björtustu vonum. Allar okkar byrgðar voru uppseldar rétt eftir kl. 17 á föstudaginn. Við erum að vinna í að … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Neyðarkallinn seldist upp

Neyðarkalli vel tekið á Ísafirði

Í gær hóf Björgunarfélag Ísafjarðar sölu á neyðarkallinum sem er átaksverkefni björgunarsveita og slysavarnardeilda innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Settir voru upp básar í Ljóninu og Neista, en einnig var gengið í íbúðir á Hlíf. Óhætt er að segja að sölunni hafi … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment