Monthly Archives: January 2010

Leitartækni

Samkvæmt dagskránni sem birt var um daginn hér á heimasíðunni verður farið í “leitartækni” á morgun, smá upprifjun og æfing. Mæting er í Guðmundarbúð kl. 20 eins og vanalega. Einnig mynnum við á námskeiðið “Leitartækni” sem áætlað er að halda … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Frestun á námskeiði

Námskeiðið “Fjallamennska 1” átti að vera haldið í Hnífsdal um n.k. helgi, en því hefur nú verið frestað þangað til síðar í vetur, eða þangað til það kemur snjór svo að námskeiðið verði skemmtilegra og mannskapurinn geti lært meira.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Frestun á námskeiði

Tiltektir…

Síðustu tvö vinnukvöld (mánudagskvöld) hafa farið í tiltekt á neðri hæðinni í Guðmundarbúð. Til stendur að taka almennilega til í draslinu sem er/var þar og koma almennilegu skipulagi á verkfæri, varahluti og annað sem er þar. Ætlunin er síðan að … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Tiltektir…

Dagskrá fyrir janúar og febrúar

Þriðjudagskaffið verður áfram á sínum stað.Þar sem ýmislegt þarf að gera á efri hæðinni verða vinnukvöldin á miðvikudögum tekin upp aftur.Bæsi er með æfingar á Gunnari Friðriks 3ja laugardag í hverjum mánuði. Janúar24. jan Vinnudagur um borð í Gunnari frá … Continue reading

Posted in Óflokkað | 1 Comment

Uppskeruhátiðin

Uppskeruhátíðin verður í kvöld, í Guðmundarbúð (húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar). Húsið opnar kl. 19 og verður matur á borð borinn kl. 20 Sýndar verða nokkrar myndir úr starfinu á meðan borðhaldi stendur. Skráningarfrestur rann út á hádegi í dag en að … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Uppskeruhátiðin

Uppskeruhóf

Næstkomandi föstudag stendur til að halda uppskeruhóf Björgunarfélags Ísafjarðar. Hófið er haldið í þakklætis skyni fyrir þá vinnu sem félagsmenn hafa sinnt í undanförnum fjáröflunum sem og öðrum verkefnum á vegum Björgunarfélagsins. Hófið verður haldið í Guðmundarbúð og byrjar kl. … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Uppskeruhóf

Snjóflóðaleit

Námskeiðið “Snjóflóðaleit” var haldið á Suðureyri í gær, sunnudag. Tveir stuttir fyrirlestrar voru haldnir fyrir hádegi og síðan var farið út í verklegar æfingar. Helstu námsþættir voru; tegurndir snjóflóða, snjóflóðaýlaleit, snjóflóðastangarleit og mokstur að manni í snjóflóði. Samtals mættu rúmega … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Snjóflóðaleit

Frágangur Jólaskrauts

Stefnt er að því að taka niður jólaseríurnar í kvöld. Mæting í Guðmundarbúð kl. 20:00.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Frágangur Jólaskrauts

Fréttir o.fl.

Undanfarið hefur mikið verið að gera hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar. Jólatrjáasölunni lauk á Þorláksmessu ásamt skötuveislunni sem var í hádeginu. Á aðfangadagskvöldi fóru þrí félagar úr Björgunarfélaginu í nett óveðursútkall, þar sem við klipptum niður eina jólaseríu í miðbænum sem hafði … Continue reading

Posted in Óflokkað | Comments Off on Fréttir o.fl.