Monthly Archives: May 2012
Dagsferð 31.maí
Unglingadeildin Hafstjarnan ætlar í dagsferð fimmtudaginn 31.maí og mæting er í Guðmundarbúð kl 16:30 en fyrirhugað er að fara í Reykjanes í Ísafjarðardjúpi og fara í sund og hafa gaman. Heimkoma er áætluð kl 23:00 á fimmtudagskvöld en krökkunum verður … Continue reading
Fjáröflun nk. sunnudag
Til stendur næstkomandi sunnudag þann 20. maí að fara í fjáröflunarverkefni fyrir HG. Ætlunin er að rífa þakplötur af verkstæðinu hjá HG í Hnífsdal. Mæting verður í Guðmundarbúð kl. 10 á sunnudaginn og viljum við hvetja alla félaga til þess … Continue reading
Útkall -fjallabjörgun
Síðastliðinn miðvikudag þann 16. maí kl. 17:30 barst ósk um fjallabjörgunarhóp björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar vegna erlends ferðamanns sem var í sjálfheldu á Seljalandsdal. Félagar úr Björgunarfélagi Ísafjarðar og Björgunarsveitinni Tindum Hnífsdal fóru af stað og fundu manninn fljótlega. Þegar komið … Continue reading
Aðalfundur
Aðalfundur Björgunarfélags Ísafjarðar verður haldinn í Guðmunarbúð kl 20:oo í kvöld mánudag á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum sem flesta til að mæta 😉 Kveðja Stjórnin
Flott helgi hjá Björgunarfélaginu
Þá er helgin á enda og menn þreyttir eftir lærdómsríka helgi í námskeiði og æfingu Flugslysaæfing var haldin á Þingeyri í gær laugardag og fór hópur frá okkur á æfinguna og allt fór vel fram en æfingar sem þessar eru … Continue reading
Styrkveiting frá Isavia
Björgunarfélag Ísafjarðar fékk úthlutað úr styrktarsjóði Isavia hjá Landsbjörgu nú á dögunum og var sú upphæð dágóð og var styrkurinn veittur á þeim grundvelli að hann færi í kaup á fyrsta flokks sjúkrabúnaði fyrir félagið en með styrkveitingu sem þessari … Continue reading
Aðalfundarboð
Aðalfundur Björgunarféalgs Ísafjarðar verður haldinn í Guðmundarbúð mánudaginn 14 maí 2012 kl 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf Kv stjórnin Ps því miður gátum við ekki boðað til aðalfundar fyrr að tæknilegum ástæðum
Vorferð 4-6 maí
Jæja ágætu félagar næstu helgi (4-6 maí nk) er stefnt að því að fara í vorferð á sleðum frá breiðadalsheiði og inn í mjóafjörð þar sem gist verður í fjallakofanum í námunda við fremra selvatn. Brottför er frá Ísafirði um … Continue reading