4 nýjir útkallshundar í snjóflóðaleit hjá BFÍ

Nú er nýlokið vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitar Íslands þar sem 6 hundateymi frá BFÍ sóttu og var námskeiðið í viku og æfingarnar fóru fram á Steingrímsfjarðarheiði en gist í Reykjanesi.

Á námskeiðinu tóku 5 hundateymi frá BFÍ próf í snjóflóðaleit, 4 svokallað B-próf og 1 C-próf. Auk þess tók eitt hundateymi frá björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík B-próf.

Staðan hjá hundateymum Björgunarfélagsins, í snjóflóðaleit, er því eins og hér segir:
Jóhann Ólafson og Kolur A-próf
Auður Yngva og Skíma B-próf
Skúli Berg og Patton B-próf
Hörður Harðarson og Skvísa B-próf
Jóna Dagbjört Guðmundsdóttir og Tinni B-próf
Ingibjörg Guðmundsdóttir og Píla C-próf
Ólína Þorvarðardóttir og Blíða C-próf

Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík:
Ágúst Hrólfsson og Balti B-próf

Þau teymi sem hafa lokið B-prófi eru á útkallslista og eru kölluð út ef það vantar fleiri hunda en þá A-hunda sem eru á staðnum. Í dag er aðeins 1 A-hundur á norðanverðum Vestfjörðum og hann er einnig í BFÍ, þeir Jóhann og Kolur. Í dag eru þá 5 snjóflóðaleitar-útkallshundar í Björgunarfélagi Ísafjarðar.

Unglingadeildin mætti á námskeiðið og aðstoðaði yfir helgina við að moka snjóholur og fela sig í þeim.

BHSÍ þakkar þeim kærlega fyrir hjálpina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.