Aðalfundur

Í gærkvöldi var hinn árlegi Aðalfundur Kvennadeildarinnar haldinn í Guðmundarbúð.
Mæting var ágæt. Allar vorum við mjög áhugasamar um stöðu starfsins í dag.
Kosið var í nefndir og munu þær birtast hér inná sem fyrst.
Á fundinum styrktum við Björgunarfélag Ísafjarðar með frábærum búnaði af hinni flottustu gerð, hjálm og taltæki. Þetta var búnaður sem vantaði í slöngubátana.
Guðjón Jóhann Jónsson tók við gjöfinni fyrirhönd Björgunarfélagssins en Teitur Magnússon mátaði hjálminn fyrir okkur.
Guðrún S. Bjarnadóttir, Guðjón Jóhann Jónsson og Teitur Magnússon við afhendingu búnaðarinns.
Í dag, 1. apríl, gerðust þau stórmerki að við færðum okkur nær nútímanum og stofnuðum facebook síðu fyrir okkur sem ber nafnið Slysavarnadeild Kvenna Ísafirði.
Endilega biðjið um að vera vinur okkar þar 🙂
Þar inni eru ýmsar myndir af föndrinu og einhverjar myndir af því sem við höfum verið að gera.

This entry was posted in Kvennadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.