Árleg nýliðaútilega

Hin árlega nýliðaútilega Unglingadeildarinnar Hafstjörnunar fer fram í Reykjanesi um komandi helgi.  Umsjónarmenn fara með hóp unglinga frá þrettán ára aldri í nokkurs konar þjálfunarbúðir frá föstudagskvöldi til sunnudags og ströng dagskrá verður allan laugardaginn. Í ferðinni verður kennd fyrsta hjálp, áttavitar leitartækni ásamt því að farið verður í sund, haldin kvöldvaka og fleira.  Útbúnaðarlisti ásamt leyfisbréfi er hér á síðunni. Hópurinn sem heldur í Reykjanes um helgina samanstendur af 21 unglingum og 5 umsjónarmönnum. Mæting er í Guðmundarbúð kl 19:30 á föstudagskvöldi og áætluð heimkoma er um miðjann dag á sunnudag.

Posted in Almennt, Unglingadeildin | Comments Off on Árleg nýliðaútilega

Unglingadeildarstarfið hefst!

Jæja, nú er unglingadeildarstarfið hafið að nýju.

Fundir á hverjum fimmtudegi kl 20:00. Skylda er að mæta VEL klæddur (gallabuxur eru á algjörum bannlista) og hafa síma á silent eða geyma þá heima.

Nýliðadagurinn var síðasta sunnudag og gekk hann framar vonum þrátt fyrir vonskuveður. Það mættu 20 nýliðar sem er frábær mæting sem við ætlum að halda í í vetur með skemmtilegri og lærdómsríkri dagskrá!  Ég hvet alla 13-18 ára að mæta á fundina og reyna að ná sem flestum með, veturinn verður góður 🙂
Við stefnum á nýliðaútilegu síðustu helgina í október – staðsetning auglýst síðar!!

Hlakka til að sjá sem flesta!! 🙂

Posted in Almennt, Unglingadeildin | Comments Off on Unglingadeildarstarfið hefst!

Nýliðadagur 9.september

Unglingadeildin Hafstjarnan stendur fyrir nýliðadegi sunnudaginn 9.september og þá eru allir nýjir og gamlir félagar velkomnir en dagur sem þessi er til að kynna hvað felst í starfi unglingadeildarinnar. Mæting er kl 10:00 í hús Björgunarfélagsins-Guðmundarbúð . Farið verður á slöngubáta, í sund, síga af olíutönkum og sitthvað fleira.

Hvetjum sem flesta til að mæta !

Útbúnaðarlisti og leyfisbréf mun birtast hér á síðunni innan skamms.

Ef upplýsingar vantar varðandi nýliðadaginn  þá má hringa!

Ingibjörg Elín: 8673128(nova)

Teitur:7746046 (nova)

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Nýliðadagur 9.september

Vetrarstarf að hefjast

Nú fer vetrarstarfið að hefjast og þá fer allt að verða komið á rétt ról

Skipan umsjónarmanna þennan veturinn er að komast á hreint en það verður kynnt síðar. Stefnan er að hefja vetrarstarfið 30. ágúst og þá verður rætt um hugsanlegan nýliðadag ásamt fleiru skemmtilegu. Hlökkum til að sjá sem flesta 😉

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Vetrarstarf að hefjast

Sumarfrí

Nú er Unglingadeildin Hafstjarnan komin í frí og hefst vetrarstarf aftur að nýju með haustinu en áætlanir gera ráð fyrir að farið verði í eina til tvær útilegur í sumar en það mun vera vel auglýst sérstaklega og ætti ekki að geta farið framhjá neinum. Við þökkum fyrir veturinn og vonumst til að sjá sem flesta sem störfuðu með okkur í vetur aftur á haustdögum.

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Sumarfrí

Dagsferð 31.maí

Unglingadeildin Hafstjarnan ætlar í dagsferð fimmtudaginn 31.maí og mæting er í Guðmundarbúð kl 16:30 en fyrirhugað er að fara í Reykjanes  í Ísafjarðardjúpi og fara í sund og hafa gaman. Heimkoma er áætluð kl 23:00 á fimmtudagskvöld en krökkunum verður ekið heim eftir ferðina   hlökkum til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Dagsferð 31.maí

Fundur 29.mars

Heil og sæl

Það verður fundur 29.mars og munum við þá fara í gegnum nokkra vel valda hnúta og taka létt spjall um hitt og þetta eins og gengur, einnig styttist í útileguna og mikil stemming er fyrir henni og vonandi koma sem flestir og skemmta sér með okkur

sjáumst á fundi á fimmtudaginn 😉

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Fundur 29.mars

Fundur 1.mars

Næsti fundur hjá deildinni er fimmtudaginn 1.mars en þá verður farið í rötun og ykkur kennt á kort og áttavita og notkun áttavitans á korti og svoleiðis og eflaust nokkrir leikir, síðan verður aðeins rætt um fyrirhugaða útilegu á næstuni. Vonandi sjáum við ykkur sem flest 😉

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Fundur 1.mars

Aðalfundur og fleira

Þá er nýafstaðinn aðalfundur en á honum var farið yfir ársreikninga, kosið í embætti og valið í dagskrárgerðarnefnd. Við óskum fráfarandi stjórn góðs gengis og þökkum fyrir góð störf og óskum um leið nýrri stjórn velfarnaðar í starfi

Nýja stjórnin er þessi

Formaður:Hákon Jónsson

Varaformaður:Viktoría Kristín

Meðstjórnendur:Albert og Guðmundur Sigurvin

Ritari :Laufey Hulda

Búið er að ákveða að fara í Nýliðaútilegu og verður hún farin 9-11 mars  og dagskrá fyrir hana er á lokasprettinum en nánar verður fjallað um það á næsta fundi en við höfum tekið í gagnið símakörfu þannig að ef símar sjást á lofti þegar þeir eiga ekki að gera það  þá eru þeir færðir í körfuna og afhentir að fundi loknum eða eftir samkomulagi. Sjáumst á fimmtudaginn !!

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Aðalfundur og fleira

Útbúnaðarlisti og Leyfisbréf

Það sem nauðsinlegt er að taka með;

Handklæði
Sundföt
Svefnpoki (eða sæng og kodda)
Dýna
Útiföt (vatns- og vindheld)
Náttföt

Góðir skór
Húfu og vettlinga
Terfill/buff
Allur matur yfir helgina (nema sameiginleg máltíð á laugardagskvöldinu)
Núðlur  hafa verið mjög vinsælar !!!
Sundföt

Það sem gott er að hafa með en  er ekki nauðsinlegt;
Inniskór
Höfuðljós
Spil eða annan afþreyingarbúnað
Tannbusta, tannkrem og aðrar snyrtivörur (ef vill)
Matarháhöld s.s. bolla, disk, skeið o.fl. (ef vill)

Það sem BANNAÐ er að hafa með;

Gallabuxur
Orkudrykki
Fartölvur
Áfengi, tóbak og önnur vímuvaldandi efni (minnum á reglur SL)

Mæting er nokkuð frjáls ,það er árshátíð GÍ svo krakkarnir fara á ball og gott að vera búin að koma með dótið og ganga frá því svo það þurfi ekki að byrja á því að koma sér fyrir seint og síðar.

Mæting er kl 20:00 fyrir þá sem ekki fara á árshátíð.

Krakkarnir verða sendir heim kl 15:00 á sunnudag eftir tiltekt.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við Hermann í síma 866 5311

___________________________________________________________

Leyfisbréf

Kæra foreldri/forráðarmaður

Unglingadeildin Hafstjarnan ætlar í innilegu í Guðmundarbúð helgina 28-30 okt nk

Gist verður í Guðmundarbúð  í 2  nætur ásamt unglingadeildini Vestra frá patreksfirði

Nánari upplýsingar og útbúnaðarlisti eru á heimasíðu deildarinnar      http://jaki.is   eða í símanúmeri 8665311  ,Hermann Grétar Jónsson.

Ég, ________________________________________________________ leyfi barni mínu

_____________________________________________ að fara í innilegu  28-30 okt  n.k. með Unglingadeildinni Hafstjörnunni

Símanúmer mitt er _________________________

Umsjónarmenn verða  Hermann Grétar Jónsson og félagar úr Björgunarfélagi Ísafjarðar

Mæting er í Guðmundarbúð kl. 20 á föstudag eða eftir árshátíð

Börnin verða send heim kl 15:00 á sunnudag

Viðkomandi barni er ekki leyft að koma með sé þessu leyfisbréfi ekki skilað til umsjónarmanns við mætingu.

Annað sem gott er að komi fram (Farið verður með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál)

___________________________________________________________________________

___________________________________________________________________________

___________________________________________________________________________

___________________________________________________________________________

Posted in Unglingadeildin | Comments Off on Útbúnaðarlisti og Leyfisbréf