Aðalfundur og fleira

Þá er nýafstaðinn aðalfundur en á honum var farið yfir ársreikninga, kosið í embætti og valið í dagskrárgerðarnefnd. Við óskum fráfarandi stjórn góðs gengis og þökkum fyrir góð störf og óskum um leið nýrri stjórn velfarnaðar í starfi

Nýja stjórnin er þessi

Formaður:Hákon Jónsson

Varaformaður:Viktoría Kristín

Meðstjórnendur:Albert og Guðmundur Sigurvin

Ritari :Laufey Hulda

Búið er að ákveða að fara í Nýliðaútilegu og verður hún farin 9-11 mars  og dagskrá fyrir hana er á lokasprettinum en nánar verður fjallað um það á næsta fundi en við höfum tekið í gagnið símakörfu þannig að ef símar sjást á lofti þegar þeir eiga ekki að gera það  þá eru þeir færðir í körfuna og afhentir að fundi loknum eða eftir samkomulagi. Sjáumst á fimmtudaginn !!

This entry was posted in Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.