AFMÆLIÐ á laugardaginn

Sæl öll sömul!
Á morgun, laugardag verður haldið upp á 10 ára afmæli Björgunarfélags Ísafjarðar. Dagskráin verður með svo hjóðandi sniði;

1500 Hópmyndataka fyrir utan Guðm.búð, félagsmenn mæta í SL útigöllunum.
1500-1700 Opið hús í Guðmundarbúð, öllum boðið í kaffi og með því, kynning á starfi og húsnæði.
1900-???? Matarveisla í Engidal (rafstöð) í boði BfÍ, brottför frá Guðm.búð kl. 1845 fyrir þá sem vilja.

Auk þess minnum við að söluna á Neyðarkallinum sem stendur nú sem hæst. Byrjað var að selja í dag, og gengur salan nokkuð vel. Enn vantar samt mannskap sem er til í létta fjáröflun fyrir félagið.
Áhugasamir hafi samband við Sigrúnu 8962883

Nefndin

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to AFMÆLIÐ á laugardaginn

  1. Þröstur Þórisson says:

    Takk fyrir frábært afmæli í gær, bæði um daginn og kvöldið. Gaman að sjá hve margir félagar mættu, og hvað húsnæði félagsins var smekkfullt af utan-félags-fólki.
    Nú vonum við bara að það endurnýist mannskapurinn í skemmtinefndinni fyrir árshátíðina í vetur!
    Takk fyrir allt!