AFMÆLI!!! 10ÁRA AFMÆLI!!!

Eins og þeir sem kunna það telja, vita það að Björgunarfélag Ísafjarðar verður 10 ára á þessu ári.
Planið er að gera eitthvað skemmtilegt fyrir bæjarbúa og einnig okkur félagsmenn og konur, laugardaginn 1. november! næstkomandi. Gert er ráð fyrir hópmyndatöku á laugardeginum, auk þess sem sala á Neyðarkallinum frá SL er þessa sömu helgi, því biðjum við félagsmenn og konur okkar að taka daginn frá.
Dagskrárgerð er enn í vinnslu en drög að dagskrá ætti að koma fljótlega inn á heimasíðuna.
Fljótlega þarf því að taka til og ganga frá öllu dóti og drasli í Guðmundarbúð.
Við vonumst til þess að fólk sjái sér fært að mæta og eiga gleðilegan og eftirmynnilegann dag með okkur.

Nánar síðar…

Kv. Nefndin

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.