Afmæli!!!

Nú er komið að því kæru félagar.
Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði á afmæli sem verður haldið upp á n.k. laugardag. Nánari upplýsingar er á heimasíðu landsbjargar http://www.landsbjorg.is/
Við viljum hvetja alla félaga til þess að mæta, sýna sig og sjá aðra.
Nauðsinlegt er að skrá sig vegna gistingu (fyrir þá sem vilja) og kvöldmatar. Verðmiðinn er 5.500 -kr. á matinn og ballið um kvöldið, en dagskráin byrjar kl. 10 fyrir hádegi.
Hugmyndin er að fara á sem flestum bílum, sem geta svo komið heim á misjöfnum tímum ef að menn vilja.
Endilega talið ykkur saman á skilaboðaskjóðunni hér að neðan.

Myndirnar voru teknar um helgina á Patró.
Ferðin gekk vel og allir skemmtu sér konunglega!
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Afmæli!!!

 1. Daví' says:

  Ég er reddy to go, er til að vera alla helgina, á að far með eitthverja báta með kv Davíð

 2. Þröstur Þórisson says:

  Ætli við tökum ekki flaggskipið með, Svalbarða. Hver veit nema við tökum kafaradótið með og bleytum aðeins í okkur eins og aðrir.

 3. Þröstur Þórisson says:

  Ætli við tökum ekki flaggskipið með, Svalbarða. Hver veit nema maður taki köfunardótið með og bleyti aðeins í sér eins og aðrir.
  Ég er alveg til í að koma með. Og er alveg sama hvenær ég kem heim.

 4. Anonymous says:

  Það er nú ekki annað hægt en að kynna flaggskipið okkar fyrir hinum sveitunum. Ég býst við að mæta en fara svo heim eftir matinn.
  Kveðja Guðni

 5. Liljar Már says:

  ég væri til í að fara á hádegisbilinu á morgun og koma aftur eitthvertíman á sunnudaginn.

 6. Þröstur Þórisson says:

  Liljar!
  Þú veist að þetta byrjar ekki fyrr en annað kvöld! Hvað ætlar þú eiginlega að vera þarna lengi?

 7. Þröstur Þórisson says:

  Brottför kl. 7:30 frá Guðmundarbúð. Mæting kl. 7:00