Áhafnarnámskeið björgunarsveita

Samkvæmt reglugerðum um björgunarskip og áhafnir þeirra þurfa allir áhafnarmeðlimir að ljúka námskeiði SL um Áhafnir björgunarskipa.

Þeir sem ætla að sækja námskeið til aukinna réttinda í vél- og skipstjórn fá ekki réttindin fyrr en þeir hafa lokið námskeiðinu áhafnir björgunarskipa

Til þess að koma réttindamálum okkar á Gunnari Friðrikssyni í lag hefur verið ákveðið að kenna þetta námskeið í 4 áföngum hjá okkur. Fyrsti hluti námskeiðsins hefst miðvikudagskvöldið 11. Mars kl. 20:00 hér í Guðmundarbúð. Annar hluti námskeiðsins verður laugardaginn 14. Mars kl. 09:00. Þriðji hlutinn verður miðvikudagskvöldið 1. Apríl kl. 20:00 og fjórði hlutinn verður svo laugardaginn 4. Apríl kl. 09:00.
Leiðbeinandi námskeiðsins verður J. Bæring Pálmason

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Áhafnarnámskeið björgunarsveita

 1. Anonymous says:

  Þetta er alt of langur timi fyrir námskeið tað er buið að slita alt
  í sundur. Ef ekki er hægt að hafa
  þetta stitra en 2 manuði þa er
  hætta á að fáir mædi.
  kveðja guðjón s

 2. Anonymous says:

  Ég held að ég verði að vera sammála kollega mínum hér að ofan, ef maður á að geta nýtt sér þá kunnáttu sem umræðir, þá held ég að best sé að taka fyrir eina helgi og leggja sig fram við það læra þetta. Þar sem það er svo slítandi eins og fyrr segir að vera taka þetta á miðvikud. hingað og þangað (hvað ef maður missir úr 1 miðvikid.) held að ef að heildrænt litið á þetta séð sé best að halda þetta námskeið í samræmi við sveitina á helgi sem flestir sjá sér fært að mæta 😀

 3. Anonymous says:

  Hingað til hafa menn verið að gagnrýna að það sé of mikið að eiða einni helgi í námskeið þar sem það taki svo mikinn tíma frá fjölskyldunni. Meðal annars þess vegna er verið að setja námskeiðið upp með þessum hætti. Ef einhverjir missa af einhverjum hlutum þessa námskeiðs þá er lítið mál að fara aftur í þá þætti seinna.

  Ef þið viljið fá þetta námskeið kennt á einni helgi þá er einnig hægt að verða við því, enn þá mun þurfa að greiða kr. 9.900- fyrir hvern þáttakanda á því námskeiði. Ég er ekki tilbúinn að eiða heilli helgi í að kenna þetta frítt og því yrði það námsekið að fara í gegnum SL með tilheyrandi kostnaði.

  Kveðja
  Bæring

 4. Anonymous says:

  Þú ert enginn kennari, kannt ekkert að kenna.