Annar fundur vetrarins :)

Í kvöld var rætt um næstkomandi dagskrá og nýliðadaginn næstkomandi laugardag. Stokkið var út og skellt í 2 stykki reypitog ásamt tvennum bílatogum. Notað var úrvals reypi frá landsmótinu sem að Hafstjarnan vann á landsmótinu fyr á þessu ári. Einnig var fjallað um okkar elsku patreksfirðinga sem koma þann 21-23 október. Landsæfing sem verður 8.Október, nánar um það síðar. Og okkar nýliðaútilegu sem verður þann 23-25 september næstkomandi. 😀
Endilega fylgjast vel með facebook síðu okkar og auðvitað viljum við sjá sem flesta á nýliðadeginum næstkomandi.

Vegni ykkur vel á komandi dögum og gangi ykkur allt í haginn og sjáumst seinna, fyrir hönd unglingadeildarinnar hafstjörnunar á ísafirði, ykkar ástkæra dagskrágerðarnefnd Hafstjörnunar. 😀

This entry was posted in Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.