Áramót og þrettándinn

Mikið hefur verið að gera hjá Björgunarfélögum í desember. Eftir að jólavertíðinni lauk tók við áramótavertíðin sem þýðir að gera þarf klárt fyrir flugeldasölu og flugeldasýningu. Sala á flugeldum gekk vel þetta árið þó veðurútlit væri ekki eins og menn vildu hafa það.
Árleg flugeldasýning meðan brennan stóð yfir var hröð og glæsileg. Eiga þeir sem settu hana saman og stóðu í tengingum hrós skilið.
Núna tekur við vinnan við þrettándann en Ísfirðingar sjá um þrettándagleðina þetta árið. Viljum við nota tækifærið og auglýsa eftir mannskap til aðstoðar við þrettándagleðina. Ýmislegt þarf að gera í kringum það og þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við Halla Júlla í síma 660-3102 eða mæta laugardaginn 5 janúar um kl: 13:00 niður í Guðmundarbúð í undirbúningsvinnu. Allir velkomnir

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.