Árleg nýliðaútilega

Hin árlega nýliðaútilega Unglingadeildarinnar Hafstjörnunar fer fram í Reykjanesi um komandi helgi.  Umsjónarmenn fara með hóp unglinga frá þrettán ára aldri í nokkurs konar þjálfunarbúðir frá föstudagskvöldi til sunnudags og ströng dagskrá verður allan laugardaginn. Í ferðinni verður kennd fyrsta hjálp, áttavitar leitartækni ásamt því að farið verður í sund, haldin kvöldvaka og fleira.  Útbúnaðarlisti ásamt leyfisbréfi er hér á síðunni. Hópurinn sem heldur í Reykjanes um helgina samanstendur af 21 unglingum og 5 umsjónarmönnum. Mæting er í Guðmundarbúð kl 19:30 á föstudagskvöldi og áætluð heimkoma er um miðjann dag á sunnudag.

This entry was posted in Almennt, Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.