Árshátíð

Hugmyndir eru uppi um að halda árshátíð Björgunarfélags Ísafjarðar líkt og í fyrra, vegna þess hve vel tókst til. Dagsetningin hefur ekki verið ákveðin en líklega verður það um svipað leiti og í fyrra, þ.e. í fyrrihluta mars mánaðar.
Við auglýsum eftir fólki í skemmtinefnd, einhverja sem eru tilbúnir að taka málið að sér.
Það má gjarnan skipta einhverjum út, um að gera að fá nýjar hugmyndir og ný andlit inn í nefndina.

Áhugasömum er bent á að kommenta, eða setja sig í samband við einhvern í núverandi skemmtinefnd.

Ekki vera feimin!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.