Bætt aðstaða í Guðmundarbúð-Útleiga

Það er óhætt að segja að aðstaða í Guðmundarbúð hafi tekið miklum breytingum undanfarið þá sérstaklega fyrir þá sem sækja þangað viðburði en nú er mun bættara aðgengi fyrir hreifihamlaða enda salurinn upp á annari hæð.
Sett hefur verið upp fólksflutningalyfta sem tekur allar stærðir og gerðir af hjólastólum eða þá sem ekki treysta sér upp stigann.
Búið er að mála salinn og verið er að bíða eftir gólfefni á salinn sem verður væntanlega komið á seinnipartinn í haust.

Ef þig vantar sal til leigu þá höfum við frábæra aðstöðu fyrir þig endilega kíktu á linkinn -Guðmundarbúð hér á síðunni og sjáðu hvað er í boði.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.