Bátarall 2009

Bátarallið 2009 verður haldið dagana 26.-28. júní n.k.
Ákveðið hefur verið að halda það á Hrúteyri í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp.

Skráning er samt sem áður hafin hér á kommenta-kerfinu undir þessari frétt.
Það sem þarf að koma fram í skráningunni er; nafn viðkomandi, frá hvaða einingu hann er og á hvernig bát hann verður.
Formaður hverrar einingar getur líka skráð sína félaga!
Síðasti dagur skráningar er föstudaginn 19. júní.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðast (gróflega lýtur hún svona út):
Föstudagur: Mæting, spjall o.fl.
Laugardagur: Sigling um Ísafjarðardjúp með nestis stoppi.
Grill og fjör um kvöldið…
Sunnudagur: Tiltekt og heimferð

Fyrir þá sem ekki vita:
Bátarallið er samkoma björgunarskipa og báta víðsvegar af landinu. Allir eru velkomnir, því fleiri sem mæta, þeim mun skemmtilegra verður.
Markmið rallsins er að hittast og kynnast nýju fólki og um fram allt að skemmta sér og öðrum.
Siglingin fer fram í næsta nágrni við næturstað og verður hún að sjálfsögðu metin eftir veðri .

ATH að gist verður í tjöldum!
-hægt er að sjósetja báta á staðnum.

Við vonumst til þessa að sjá sem flesta og á sem fjölbreyttustu bátum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Bátarall 2009

 1. Anonymous says:

  Staðsetningin komin á hreint.
  Ákveðið hefur verið að vera á Hrúteyri í Seyðisfirði, hún er aðeins innar í firðinum og Folafótarmegin.
  Kv. Nefndin

 2. Anonymous says:

  Sælir félagar norðanmegin.

  Veit ekki hvernig þátttakan verður sunnanmegin frá þar sem Bíldudals Grænar eru á sama tíma!!

  kv. Bríet
  bjsv. Blakkur Patró

 3. Anonymous says:

  Hafnfirðingarnir voru að hringja í mig áðan.
  Það koma 6 manns þaðan á tveimur slöngubátum á bátarallið.
  Verða væntanlega í Seyðisfirði um kvöldmatarleiti.

  Kv. Þröstur

 4. Anonymous says:

  Er ekki hægt að keyra að tjaldstæðinu? Heyrði í dag að það væri EKKI hægt. Er að spá í að koma. Kveðja, Siggi Viðars.

 5. Anonymous says:

  Mikið rétt Siggi Viðars, það er EKKI hægt að keyra að tjaldstæðinu, snilldar staður!
  Það þarf þó ekki að sigla langt frá bílastðinu innst í firðinum og að tjaldstæðinu.
  Kv. Þröstur

 6. Anonymous says:

  Örlítið breytt plan!
  Nú hefur verið ákveðið vegna ákveðinna örðuleika, að farið verður af stað frá Ísafirði á laugardagsmorguninn kl. 09:00 og siglt yfir í Jölulfirði. Nesti og nýir skór þar (líklega í Grunnavík) í
  hádeginu, síðan siglt lengra inn í Jökulfirðina og síðan farið aftur á Ísafj. og endað í Grilli við tjaldstæðið inni í Tungudal um kvöldmatarleiti.

  Kv. Nefndin

 7. Anonymous says:

  Það væri ekki vitlaust að setja þetta á forsíðuna en ekki bara í kommentin. Annars bara góða skemmtun ;0)