Bátarallið afstaðiðNú er bátarallinu lokið, og má með sanni segja að það hafi tekist prýðilega vel. Því miður voru fremur fáar sveitir sem mættu, en það voru Tindar (Hnífsdal), Björgunarsveit Hafnafjarðar og einn starfsmaður SL. Samtals voru þetta rúmlega 20 manns á einu björgunarskipi, tveimur harðbotna slöngubátum og tveimur slöngubátum.
Lagt var af stað frá Ísafirði kl. rúmlega 10 á laugardagsmorgni og siglt yfir djúpið og í Grunnavík. Ekki var mikið að sjá því kolsvarta þoka lá yfir Djúpinu og Jökulfjörðunum. Þar var síðan boðið upp á súpu og brauð í hádeginu. Þaðan var síðna haldið á Stekkeyri í Hesteyrarfirði, þá hafði þokunni létt og komin var glampandi sól og heiður himinn. Þar var farið í land og gamla verksmiðjan, sem þar er, skoðuð. Eftir stutt stopp var haldið á í Veiðileysufjörð. Þar var tekið bensín og siglt heim á leið, þó með viðkomu undir Bjarnanúpnum í hópmyndatöku.
Þegar heim var komið og allir búnir að ganga frá sínum búnaði var farið inn í Tungudal og rallinu slúttað með grillveislu.
Markmiði ferðarinnar var greinilega náð, allir komu ánægðir heim og staðráðnir í að koma aftur næst.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

14 Responses to Bátarallið afstaðið

 1. Anonymous says:

  Hæ,

  Takk fyrir mig. Þetta var mjög gaman. Ætlaði að stofna Flickr síðu og setja myndirnar inn. Var ekki alveg að virka þar sem það þarf að gefa upp kortanúmer. Ef einhver veit um aðra leið þar sem menn geta hent inn myndum þá væri gaman að deila því með öllum sem tóku þátt. Kveðja, Siggi V.

 2. Anonymous says:

  Takk fyrir mjög skemmtilegt Bátarall….
  Og skemmtelega stuð Papaball, Ég dansaði af mér fæturnar og söng úr mér röddinna…
  Já þetta hepnaðist allt mjög vel.Hlakka til að fara á næsta Bátarall…
  Kv Sigrún BFÍ

 3. Anonymous says:

  Takk fyrir mjög skemmtilegt Bátarall….
  Og skemmtelega stuð Papaball, Ég dansaði af mér fæturnar og söng úr mér röddinna…
  Já þetta hepnaðist allt mjög vel.Hlakka til að fara á næsta Bátarall…
  Kv Sigrún BFÍ

 4. Anonymous says:

  Takk fyrir mjög skemmtilegt Bátarall….
  Og skemmtelega stuð Papaball, Ég dansaði af mér fæturnar og söng úr mér röddinna…
  Já þetta hepnaðist allt mjög vel.Hlakka til að fara á næsta Bátarall…
  Kv Sigrún BFÍ

 5. elíza says:

  Takk alveg æðislega vel fyrir okkur!
  Þið eigið mikið hrós skilið fyrir frábærar móttökur og góðan móral, þetta var bara eins og að koma heim 🙂

  Alveg klárt mál að við eigum eftir að mæta næst með stærri flota og meiri mannskap, allir hundsvekktir sem að komust ekki með núna 😀

  Koma örugglega inn einhverjar myndir á síðuna okkar spori.is undir Myndir

  kveðja
  – Elíza Björgunarsveit Hafnarfjarðar

 6. Anonymous says:

  Takk fyrir okkur þetta var bara gaman. Hvenar koma myndir á netið.

  kv. Óskar Tindar Hnífsdal

 7. Anonymous says:

  Forritið picasa er svipað og flickr og það er frítt að nota það.
  http://picasa.google.com/
  Spurning hvort málið sé ekki að skella myndunum þar inn.
  Kv Guðni

 8. Anonymous says:

  jújú það væri frábært

  kv Óskar

 9. Anonymous says:

  Setti myndir á picasaweb. Á eftir að setja fleiri inn. Þið getið skoðað hér: http://picasaweb.google.com/svidarsson/229CANON?authkey=Gv1sRgCOH_zfHD_9aDBw&feat=directlink

  Þið getið bætt við ef þið viljið. Loggið ykkur inn og bætið við.

  Username: sigurdur@landsbjorg.is
  Password: hofudstodvar

  Kv,
  Siggi V.

 10. Anonymous says:

  Setti mínar mindir á aðra picasa síðu þar sem ég gat ekki sett þær inn hjá Sigga Viðars. Slóðin er http://picasaweb.google.com/Svalbardi320/MyndirFraBataralliGGB# Þyrfti að vera hægt að setja allar inn á sömu síðuna. Kveðja Guðni

 11. Óskar aðalsteinn says:

  Guðni ! þetta virkar ekkert hjá þér

 12. Anonymous says:

  Vesen með þetta. Nú ætti þetta að ganga. Copy / paste á þetta fyrir neðan. Kv. Guðni

  http://picasaweb.google.com/Svalbardi320/MyndirFraBataralliGGB?authkey=Gv1sRgCMXkkLXTy4rXLQ#

 13. Guðni says:

  ARRRRRRGGGGGGGG tölvudrasl. Það vantar inn í slóðina hér fyrir ofan. Þessi á að koma rétt út.

  picasaweb.google.com/Svalbardi320/MyndirFraBataralliGGB?authkey=Gv1sRgCMXkkLXTy4rXLQ#

 14. Anonymous says:

  Takk fyrir ahugaverd blog