Bifreiðastjórnunarnámskeiðinu lokið

Nú um helgina var haldið bifreiðastjórnunarnámskeið á Ísafirði.
Námskeiðinu hafði verið frestað, en var nú loks haldið. Félagar úr Björgunarfélagi Ísafjarðar og Björgunarsveitinni Tindum mættu og lærðu eitt og annað sem tengist forgangsakstri.
Bókleg kennsla og fyrirlestrar voru á laugardeginum en verklegar æfingar á sunnudeginum.

Sett var upp þrautabraut með umferðarkeilum, sem átti ýmist að keyra áfram í gegnum eða aftur á bak. Notaðir voru Unimoginn og Exursioninn frá BFÍ og Tindum í æfingarnar.

Útkoman var ljómandi góð og allir héldu ánægðir heim.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Bifreiðastjórnunarnámskeiðinu lokið

  1. Anonymous says:

    Skemmtilegt námskeið. Það kom mikið á óvart hvað Unimoginn var lipur í brautini miðað við Tindabílinn.
    Kv.Guðni