Björgunarfélag Ísafjarðar 10 ára

S.l laugardag var haldið upp á 10 ára afmæli Björgunarfélags Ísafjarðar.
Boðið var upp á kaffi og kökur í Guðmundarbúð og tól og tæki til sýnis fyrir alla sem höfðu áhuga á að skoða. Ágætis mæting var í afmælisveisluna því það var fullt út úr húsi.

Tekin var hópmynd af björgunarsveitinni og myndin hér að ofan var tekin af áhugaljósmyndara þegar hópurinn var að stilla sér upp.

Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður í Engidal. Borðaður var frábær matur og menn og konur skemmtu sér fram á nótt í góðra vina hópi.

Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Slysavarnarfélagið Skutull á Ísafirði var sameinað. Fljótlega var fjárfest í Guðmundarbúð og hafa þónokkrir gallharðir félagar lagt gífurlega vinnu í að innrétta húsnæðið eins og það er í dag.

Starfandi er Tækjahópur með umráð yfir góðum bílaflota, snjóbíl og vélsleðum. Bátahópur. Kafarahópur. Fjallahópur. Fyrstu hjálpar hópur og hundahópur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Björgunarfélag Ísafjarðar 10 ára

  1. Anonymous says:

    Nokkrar myndir af afmælinu er að finna hér, á myndasíðu hundahópsins.
    http://www.bjorgunarhundar.fotki.com/afmaeli-bjorgunarfe/