Björgunarskipið Gísli Jóns

Við leitum styrkja til kaupa á björgunarskipinu RS Skuld


Björgunarbátasjóðurinn á Vestfjörðum leitar styrkja til þess að fullfjármagna kaup á björgunarskipinu RS Skuld frá Noregi. RS Skuld er fullkomið björgunarskip með góða aðstöðu fyrir áhöfn og sjúklinga, ríkulega búið björgunarbúnaði svosem dráttarkrók, krana spilum og fleira. Ennfremur gengur skipið um 25 sjómílur sem er umtalsvert meira en núverandi skip.


Þeir sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar er bent á að leggja inná reikning sjóðsins:
Kt. 6905972099
Banki: 0154-26-2534

Nýja skipið verður nefnt eftir fræknum björgunarmanni við Ísafjarðardjúp, Gísla Jónssyni. Gísli leiddi björgunarmenn frá Hesteyri árið 1955 að togaranum Agli Rauða í aftakaveðri með björgunarbúnað þar sem 16 af skipverjum togarans var bjargað í land við afar erfiðar aðstæður. Gísli ólst upp á Sléttu, rétt hjá strandstaðnum, og var því vel staðkunnugur en þess má geta að hann var einungis 18 ára þegar hann leiddi þessa miklu björgun. Gísli var búsettur í Skutulsfirði alla tíð eftir flutningana frá Sléttu og liðsinnti slysavarnardeildum og björgunarsveitum á svæðinu með margvíslegum hætti allt sitt líf, en hann lést árið 2013.

 

 

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.