Breyting á heimasíðunni

Eins og sumir kannski taka eftir að þá eru smá breytinga í gangi varðandi útlit heimasíðunnar. A.m.k. til að byrja með verður hún svart-hvít og við sjáum hvernig það kemur út, ef til vill munu litirnir breytast eftir því sem dagar og vikur líða. Einnig er lítið inn á linkunum hér að ofan eins og er en það mun breytast vonandi fljótlega.

Ef þið eruð með einhverjar skoðanir varðandi hvernig útlitið eigi að vera þá getið þið látið þær í ljós hér að neðan í skilaboðaskjóðunni eða haft samband við Hildi, Þröst eða Hörð. Nú ef þetta er ekki að ganga upp, þá erum við enga stund að setja gömlu síðuna aftur inn í staðinn.

Því miður varð smá ruglingur við að setja nýju síðuna inn og við það týndust flestar myndirnar sem voru með eldri fréttunum. Þeir sem eiga þær myndir geta, ef þeir vilja og nenna, sett þær aftur inn.

kveðja

Hörður Harðarson
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.