Búnaðarkaup…

Niðurgreiðsla á einstaklingsbúnaði til félaga Björgunarfélags Ísafjarðar

Í haust samþykti stjórn Björgunrfélags Ísafjarðar styrk til einstaklinga til kaupa á búnaði til einstaklingsnota á vegum félagsins.

Björgunarfélag Ísafjarðar mun greiða niður kostnað ákveðinna muna til helminga en þó aldrei meira en að upphæð 50,000 –kr. fyrir hvern einstakling.

Til greina koma eftirtaldar vörur;  bakpoki (cintamani), höfuðljós (petzl), hjálmur (black diamond), snjóflóðaýlir (pieps), skófla (ortovox) og snjóflóðastöng.

Bakpokinn verður keyptur frá Cintamani, höfuðljósið, hjálmurinn og snjóflóðaýlirinn frá Fjallakofanum en skóflan og snjóflóðastöngin verða keypt frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Frekari upplýsingar um búnaðinn og skráningarblöð má finna í litla fundarsalnum (þriðjudagsmorgunkaffisalnum) á efrihæð Guðmundarbúðar.

Enn frekari upplýsingar gefa Hermann 8665311 og Þröstur 8473387

Síðasti dagur skráningar verður nk. mánudag 7. mars.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.