Endurvarpaferð á Hrolleifsborg

Félagar úr BFÍ,Erni í Bolungarvík, Bjargarmenn á Suðureyri og Dagrenning á Hólmavík fóru nú um helgina á Drangajökul til að endurnýja enduvarpa fyrir rás 44vhf sem staðsettur er á Hrolleifsborg og er í eigu og umsjá sveitanna. Farið var inn í Laugarás í Skjaldfannardal á laugardag og gist þar, síðan var lagt á jökul eldsnemma á Hvítasunnudag en þá var haldið inn í Unaðsdal og þaðan upp slóða sem liggur á Dalsheiði, þar voru sleðar teknir af og mýkt í dekkjum áður en haldið var sem leið lá í átt að Hrolleifsborg.
Veður var ágætt á leiðinni þrátt fyrir dimma þoku á köflum. Skipt var um endurvarpa og draslið ferjað upp á sleðum að gamla endurvarpanum, það gekk mjög vel og hefði sennilega ekki gengið vel ef ekki hefði verið sleðafært á borgina.
Hópurinn hélt sig í sömu förum á heimleið enda svartaþoka en þegar komið var ofan í Ísafjarðardjúp blasti við glaða sólskin.
Þá var ekkert annað að gera en að koma sér heim eftir gott dagsverk og voru hóparnir að koma heim í kringum miðnættið.

Nú hafa vhf fjarskipti bæst til muna enda gamli endurvarpinn búinn að vera óvirkur um nokkurt skeið

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.