Félagar úr BFÍ,Erni í Bolungarvík, Bjargarmenn á Suðureyri og Dagrenning á Hólmavík fóru nú um helgina á Drangajökul til að endurnýja enduvarpa fyrir rás 44vhf sem staðsettur er á Hrolleifsborg og er í eigu og umsjá sveitanna. Farið var inn í Laugarás í Skjaldfannardal á laugardag og gist þar, síðan var lagt á jökul eldsnemma á Hvítasunnudag en þá var haldið inn í Unaðsdal og þaðan upp slóða sem liggur á Dalsheiði, þar voru sleðar teknir af og mýkt í dekkjum áður en haldið var sem leið lá í átt að Hrolleifsborg.
Veður var ágætt á leiðinni þrátt fyrir dimma þoku á köflum. Skipt var um endurvarpa og draslið ferjað upp á sleðum að gamla endurvarpanum, það gekk mjög vel og hefði sennilega ekki gengið vel ef ekki hefði verið sleðafært á borgina.
Hópurinn hélt sig í sömu förum á heimleið enda svartaþoka en þegar komið var ofan í Ísafjarðardjúp blasti við glaða sólskin.
Þá var ekkert annað að gera en að koma sér heim eftir gott dagsverk og voru hóparnir að koma heim í kringum miðnættið.
Nú hafa vhf fjarskipti bæst til muna enda gamli endurvarpinn búinn að vera óvirkur um nokkurt skeið