Félagsskírteini

Nú stendur til að útbúa félagsskírteini fyrir þá félaga sem óska eftir slíku.

Í þeim verslunum sem bjóða afslátt til björgunarsveitarmanna er yfirleitt óskað eftir félagsskírteini eða annarri staðfestingu á að viðkomandi sé í björgunarsveit.

Skíreinið kostar 500 krónur og fer sá peningur í efniskostnað. Borga verður við afhendingu skírteinis.

Þeir sem vilja félagsskírteini senda Herði tölvupóst með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Hringt verður síðan í ykkur þegar skírteinið er tilbúið og þá getið þið sótt það og borgað í leiðinni.

hordurhardarson@internet.is

Kveðja
Hörður

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Félagsskírteini

  1. Þröstur Þórisson says:

    Mér lýst vel á þetta framtak, kominn tími til. Maður er jafn blankur eftir 500 kall.