Fjallabjörgunaræfingin í dag

Í dag fóru nokkrir félagar frá Björgunarfélagi Ísafjarðar í fjallabjörgunaræfingu upp í Gleyðarhjalla.

Ekki tókst að æfa allt það sem planað var en engu að síður gekk æfingin vel. Sviðsett var “maður í sjálfheldu” þar sem þau útköll hafa verið algengust undanfarin ár. Aðstæður voru nokkuð raunverulegar þ.e. mikil hætta á grjóthruni, efritt að tryggja og fámennur björgunarhópur. En þrátt fyrir það var markmiðinu náð, einfaldlega að hafa gaman að þessu og læra pínulítð í viðbót.

Frágangi var lokið kl. 18:30

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu Björgunarfélagsins
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.