Fjallabjörgunaræfingin í dag

Í dag var haldin fjallabjörgunaræfing hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar og bjsv. Tindum. Samtals mættu fimm manns og var stefnan tekin á Arnarnesið (ekki Arnarneshamarinn).

Þar fundust nokkuð raunhæfar aðstæður, hvað tryggingavinnu snertir. Komið var upp tryggingum í klett og síðan æfð félgagabjörgun sem svipar til þeirra verkefna sem hafa komið upp á undanförnum árum.

Æfingin gekk vel og er áætlað að hittast næst í Guðmundarbúð, þriðjudagskvöldið 20. okt n.k.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.