Fjallabjörgunin aftur o.fl.

Á næsta miðvikudagskvöld verður áframhald á fjallabjörgunaræfinunum sem hafa verið í haust, en tóku smá hlé yfir jólin.

Mæting er kl. 20 í Guðmundarbúð að venju, en fyrir hugað er að fara í létta inni upprifjun á björgunaraðferðinni sem við höfum verið að æfa. Einnig verða umræður um æfingar með öðrum björgunarsveitum!
Áhugasamir hvattir til að mæta með sinn búnað.
Í kvöld er óvenju skipulagt vinnukvöld í Guðmundarbúð. Við ætlum að reyna að klára að setja- og tengja Tetra stöðvarnar í bílana. Unnið hefur verið að því undanfarin kvöld.
Einnig er póstkassinn klár, svo að hægt er að fara að huga að því að koma honum á sinn stað.
Samkvæmt dagskránni í kvöld á að halda upprifjun í “Fyrstu hjálp.” Vonandi sjá einhverjir sér fært að mæta í það og taka smá skurk í fyrstu hjálpinni.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.