Fjáröflun á sunnudaginn!

Unglingadeildinni hefur verið boðið fjáröflunarverkefni næstkomandi sunnudag (27. mars).  Verkefnið snýst um að bera borð og stóla niður og upp stiga, létt verkefni ef að margir mæta.  En þá verða líka margir að mæta, margar hendur vinna létt verk!

Allir þeir sem ætla að mæta verða að láta umsjónarmenn vita fyrir kl. 20 á morgun, föstudag.  Ef að foreldrar, systkyni eða vinir eru til í að aðstoða okkur þá er öll hjálp vel þegin!  Taka skal fram í skráningunni hve margir mæta til að aðstoða ykkur ef þið fáið einhvern til þess að aðstoða!

Ef að þátttaka verður ekki nægjanlega góð þá fáum við ekki þetta fjáröflunarverkefni svo nú er mikið í húfi!

Nánari tímasetning ætti að fást á föstudagskvöld en við gerum frekar ráð fyrir því að þetta verði fyrri part dags, um- eða eftir hádegi.

Allir þeir sem skrá sig verða að mæta!  Ekki skrá ykkur og hætta síðan við!

Tvöfalt mætingarstig verður gefið þeim sem mæta! eins og í öllum fjáröflunum hjá deildinni.

Nú skulum við taka höndum saman og fjölmenna í þessa fjáröflun!!!

This entry was posted in Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.