Fjáröflun, ALLIR að mæta!

Björgunarfélag Ísafjarðar hefur tekið að sér fjáröflunarverkefni.  Verkefnið snýst um að tína upp grasþökur og raða á bretti og svo síðar meir að tína þær af brettunum.

Fyrri hluta verkefnisins þarf að vera lokið í síðastalagi á mánudaginn nk.  Því hefur verið ákveðið að byrja á sunnudaginn, mæting kl. 12 í Guðmundarbúð.  Þá höfum við mánudaginn til þess að klára.

Allir þeir sem vettlingi geta valdið eru vinsamlegast beðnir um að mæta og aðstoða, enda verðu þetta létt verk ef allir mæta!

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.