Fjáröflun

Síðastliðinn laugardag héldum við óvissuferð fyrir starfsfólkið í Hamraborg. Þau voru sótt á Unimognum inn í Arnardal þar sem þau voru á starfsmannafundi. Farið var með þau á vélsleðum og snjóbílnum frá húsnæði vegagerðarinnar og upp að Ármannsskála. Þar renndu þau sér á stiga-sleðum, þotudiskum, gamalli sjúkraböruskel og gúmmíbjörgunarbát. Veðrið var með betra móti og lukkaðist dagurinn nokkuð vel. Minniháttar meiðsli og mikið fjör var í liðinu. Steini í Gúmmíbátaþjónustunni kom og eldaði hádegismat á 50kg Muurika pönnu sem var virkilega góður (kjúttlingur á tréspítuteini með grænmetisgúllasi). Eftir hádegismatinn var flest öllum orðið kalt svo haldið var heim á leið eftir frábæran dag.

Meðfylgjandi mynd var tekin um páskana í skíðadrættinum mikla.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fjáröflun

  1. Anonymous says:

    Ein hugmynd varðandi fjáröflun.
    Samkvæmt lögreglusamþykkt eiga allir húseigendur að merkja húsin sín með númerum.
    BFÍ getur gengið í hús og boðið fólki að setja upp húsnúmer á húsið (ef það vantar númer) gegn sanngjörnum “styrk”.