Fjarskipta upprifjun o.fl.

Í kvöld var upprifjun í fjarskiptum og þá aðalega VHF kerfinu.
Það var okkar sérlegi fjarskiptamaður Eggert Stefánsson sem hélt kynninguna.
Farið var vel í gegnum virkni Icom talstöðvanna og gerð smávægileg tilraun á hljóðburði með- og án mic.
Mætingin var með betra móti og mætti segja að allir hafð geta bætt fjarskipta kunnáttu sína lítilega.

Á morgun, eða annað kvöld nánar tiltekið, verður síðan létt fjallabjörgunaræfing BFÍ og Tinda, í Guðmundarbúð kl. 20.
Reiknað er með að farið verði í börunotkun og júmm upp línu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.