Fleiri útkallsteymi í víðavangsleit

Hér sjást flestir félagar BHSÍ á VestfjörðumNú er nýlokið námskeiði hjá Björgunarhundasveit Íslands sem fram fór í Breiðuvík helgina 20.-22.júní. 6 félagar BFÍ sóttu námskeiðið með 6 hunda.

Þau sem mættu voru:
Auður og Skíma
Skúli og Patton
Ingibjörg og Píla
Ólína og Blíða
Jóna Dagbjört og Tinni
Hörður og Skvísa
Auk fígúrantana Sigrúnar Arnars og Sigga Péturs

3 af þessum hundateymum tóku próf í víðavangsleit og stóðust þau öll prófin. Það voru Auður og Skíma sem tóku A-próf, og Skúli og Patton, og Hörður og Skvísa sem tóku B-próf.

Útkallsteymum á norðanverðum Vestfjörðum í víðavangsleit hefur því fjölgað um 100%. En fyrir voru Auður og Skíma og Jóna Dagbjört og Tinni. Útkallsteymin í víðavangsleit eru því orðin 4 á okkar svæði og öll félagar BFÍ.

Fleiri teymi munu taka próf seinna í sumar og því mun þessi hópur aðeins verða betri og sterkari þegar líður á.

Hægt er að lesa meira um námskeiðið hér:
http://www.simnet.is/bjorgunarhundar/
http://www.bhsi.is/

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fleiri útkallsteymi í víðavangsleit

  1. Þröstur Þórisson says:

    Til hamingju fólk og hundar!