Flott helgi hjá Björgunarfélaginu

Þá er helgin á enda og menn þreyttir eftir lærdómsríka helgi í námskeiði og æfingu

Flugslysaæfing var haldin á Þingeyri í gær laugardag og fór hópur frá okkur á æfinguna og allt fór vel fram en æfingar sem þessar eru reglulega haldnar á áætlunarflugvöllum til að þjálfa viðbragðsaðila upp í að takast á við áföll sem upp geta komið við flugslys, vélin átti að hafa verið erlend og hafa brotlent við brautarenda 32 en þar var sjúklingum komið fyrir og voru krakkar frá unglingadeildinni í hlutverki sjúklinga ásamt fleirum og voru allir helstu viðbragðsaðilar þáttakendur í æfinguni

Fjallabjörgunarnámskeið var haldið í Guðmundarbúð um helgina og voru 6 félagar frá okkur  þeir  Sigurður Freyr, Brynjar Örn, Teitur, Daníel Freyr Þröstur og Hermann Grétar  ásamt Tindamönnum og að auki var ein  úr Björgunarsveitinni Heimamönnum á Reykhólum hún Hrefna. Farið var yfir dobblanir á föstudagskvöldinu svo á laugardeginum voru nokkrar verklegar æfingar teknar meðal annars var farið út í Arnarneshamar og teknar æfingar þar og æft að tryggja og dobbla. Áfram var æft á sunnudeginum og þá var farið með börur niður fjallshlíð og dobblað upp og allt tryggt eins og æft var daginn áður. Nú stendur til að stofna fjallabjörgunarhóp Björgunarfélags Ísafjarðar og Tinda og mun sá hópur æfa saman og eflaust starfa saman í Útköllum en þessar tvær sveitir eru oftar en ekki kallaðar saman út og þá er nauðsynlegt að vera búinn að vinna saman og geta unnið saman þegar á reynir og samnýtt mannskapinn.

Takk fyrir helgina.

Minnum svo á aðalfundinn 14.maí kl 20:00 í Guðmundarbúð-þeir sem áhuga hafa á því að starfa með okkur eru velkomnir á aðalfundinn !

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.