Flugslysaæfing!!!

Laugardaginn þann 8. maí verður haldin flugslysaæfing á Ísafjarðarflugvelli.
Reiknað er með fyrstuhjálparverkefnum, bátaverkefnum og köfunarverkefnum og auk þess þarf mannskap á bílana.
Þeir sem ætla sér að mæta á þessa æfingu verða að láta Pálma vita í síma 840-4012 í síðasta lagi á fimmtudaginn nk. eða þann 15. apríl.
Skráningin er einfaldlega til þess að hægt sé að skipuleggja æfinguna miðað við fjölda björgunarmanna, svo að allir hafi verkefni!

Í gærkvöldi (mánudagskvöldi) var haldinn fundur um æfinguna og þegar nær dregur og skipulag æfingarinnar verður lengra komið verður annar fundur til þess að fara betur í gengn um hana.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.