Flugslysaæfingin í dag


Eins og félögum okkar ætti að vera kunnugt um var haldin flugslysaæfing í dag á Þingeyrarflugvelli.
Það voru björgunarsveitir frá Þingeyri, Ísafirði og Hnífsdal sem komu að æfingunni auk lögreglunni á Vestfjörðum og slökkv- og sjúkrabílaliðinu á Ísafirði og Þingeyri.
Æfingin gekk í marga staði mjög vel en þó eru alltaf einhverjir hvillar sem mætti laga. Að þessu sinni voru það fjarskiptin sem voru fremur óskipulögð. Auk þess var mannekla að stríða okkur miðað við sjúklingafjölda en þetta gekk alveg furðu vel að mati flestra. Það er þá eitthvað sem þarf að huga að fyrir næstu flugslysaæfinu sem á að vera haldin á Ísafjarðarflugvelli n.k. vor.

Í þessa æfingu voru m.a. fengnir krakkar úr Unglingadeildinni Hafstjörnunni til að leika sjúklinga. Ekki var annað að sjá en að þeir hafi skemmt sér konunglega, þrátt fyrir mikinn kulda í dag.
Viljum við því nýta tækifærið og þakka þeim sem komu að æfingunni, skipulagi, björgun og sjúklingleik. Án ykkar er þetta ekki hægt!
Við viljum einnig benda félagsmönnum okkar á að mæta í svona æfingar. Hvort sem þetta heitir flugslysaæfing eða eitthvað annað þá er verið að æfa aðgerðina í heild, fyrsta hjálpin sem snýr að æfinunni er einungis krydd í tilveruna, þ.e. hún sýnir tilgang með æfingunni.
Þetta hristir mannskapinn saman, lærdómurinn er bara plús+

Við viljum svo benda á fleiri myndir af æfingunni inni á heimasíðu unglinadeildarinnar Hafstjörnunnar, http://www.hafstjarnan.blogcentral.is
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Flugslysaæfingin í dag

 1. Sigrún María says:

  Mjög fallega orðað hjá þér Þröstur.
  Það var mjög gaman á æfingunni, Þó ég hafi bara verið að farða sjúklinganna og fylgjast með æfingunni þá var það bara gaman að vera með.
  Eins og alltaf er sagt æfinginn skapar meistarann.
  Við fengum svo mjög gott að borða á æfingunni.
  kv Sigrún