Fossavatnsgangan 2008!

Á laugardaginn síðasta var ,,fossavatns”gangan haldin með pompi og pragt þrátt fyrir mjög lítið skyggni og slæmt veður. Að sjálfsögðu vorum við mætt, og yfirmönnuð og læti, vegna þess að núna var göngunni breytt vegna veðurs og var genginn 10km hringur á seljarlandsdal (misjafnlega margir eftir vegalengdum). Því þurfti ekki snjóbílinn né unglingadeildina í djúsið. Við vorum því bara með sjúkragæslu og á mun minna svæði en vanalega, og létti það okkur mikið verk.

Allt gekk vel, enginn slasaðist alvarlega og við sáum engann með hjatraáfall í göngunni. Reyndar reiknuðum við með því, eitthvað í sambandi við tískubylgju og soleis. En þetta gekk vonum framar, allir fóru ánægðir í fossavatnskaffið í Edinborg eftir göngu, og átu eins og þeir gátu.

Eins og sjá má á myndinni var alls ekki mikið að sjá á laugardaginn, kanski þess vegna sem við sáum ekki marga slasaða? Uuummmm…?

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.