Fréttir

Nú á dögunum eða nánar þann 15. apríl var björgunarskipið Gunnar Friðriksson kallað út, þriðja útkallið á fremur stuttum tíma.
Að þessu sinni var týndur bátur í Dýrafirði.
Betur fór en áhorfðist, vegna þess að útkallið var afturkallað u.þ.b. 1 mín. síðar, þegar báturinn hafði fundist.

Síðast liðið föstudagskvöld var fundur kafara og bátahóps Björgunarfélags Ísafjarðar.
Tilgangur fundarinns var annars vegar að kynna bátahópnum þann búnað sem kafarar nota og rétta meðhöndlun hans. Hins vegar var farið lítilega í leitarköfun og hvernig henni er háttað.
Ætlunin er síðan að fara í verklega leitarköfunar æfingu með aðstoð slöngubátahópsins. Mæting er í Guðmundarbúð kl. 10 á sunnudaginn 18. apríl.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.