Fréttir af félaginu

Það er mikið búið að vera að gera hjá félaginu þótt komið sé sumar.

BB/Gunnar Friðriksson sinnti til að mynda einu útkalli í síðustu viku  þar sem aflvana skúta átti í hlut, einnig var fjáröflun fyrir ferðaþjónustuna í Grunnavík  2 vaskir félagar leystu það  þrátt fyrir mikla þreytu undir það síðasta.  Við vonumst við til að það  eigi eftir að borga sig  og það eiga eflaust eftir að koma fleiri svona verkefni og vonumst við til að fleiri félagar hafi þá áhuga á að taka þátt í.

Svo liggur eitt stykki neyðarskíli  á gólfinu í tækjasalnum  en það skýli á að fara inn í Hrafnsfjörð í staðinn fyrir ónýta skýlið þar og það er ætlunin að  fara með það í sumar ef áætlanir standast.  Dósagámurinn  okkar stendur fyrir utan Guðmundarbúð og bíður þess að prýða merkingar frá fánaverksmiðjuni en við hvetjum alla til að leggja okkur lið og smella nokkrum dósum í gáminn en endanlegi staður fyrir gáminn er svo inn á tjaldsvæði í Tungudal.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.