Fréttir af starfinu undanfarin misseri og það sem framundan er

Það hefur ýmislegt gengið á síðan seinasta frétt var skrifuð og ætla ég að fara yfir það helsta.

Lansbjörg í samstarfi við sænska sjóbjörgunarsveit hefur að láni jetski sem það er að fara með um landið og kynna auk þess sem sveitirnar fá að prufa og nýttum við okkur þetta um helgina en leiðbeinandinn var veðurtepptur fyrir sunnan en við prufuðum þetta samt sem áður og menn voru nokkuð ánægðir með þetta. Við höfum verið að sinna lítillega viðhaldi á bátunum okkar en ditt var aðeins af sirrýjuni svo fátt eitt sé nefnt. Góublótið/Árshátíðin  verður 25.febrúar og búið er að skipa í helstu nefndir og munu þær funda á næstu dögum um frammhaldið og von er á að sjá sem flesta á þessum hitting.

Svo er ætlunin á næsta mánudag að vera með GPS upprifjun og svo rætt um hugsanlega  vélsleða  ferð til Patreksfjarðar og þá er hugmynd um að Björgunarsveitin blakkur verði  heimsótt því tengsl milli þessara tveggja sveita eru alltaf að aukast og von er á enn meira samstarfi á milli byggðarkjarna. Einnig eru hugmyndir um að fara gera Unimoc klárann fyrir hálendisvaktina í sumar sem stefnan er sett á og  meðal þess sem þarf að gera er að endurnýja dekkin, setja síma, þráðlaust net, fartölvu með gps korti auk þess sem dittað verður að vélbúnaðinum og fleiru sem til kann að falla  og er mikill hugur í mönnum að fara og hjálpa til við Hálendisvaktina enda margir sem leggja leið sína um hálendi Íslands á sumrin og mikið álag sem hvílir á mönnum hálendisvaktar.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.