Fréttir o.fl.

Undanfarið hefur mikið verið að gera hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.

Jólatrjáasölunni lauk á Þorláksmessu ásamt skötuveislunni sem var í hádeginu.
Á aðfangadagskvöldi fóru þrí félagar úr Björgunarfélaginu í nett óveðursútkall, þar sem við klipptum niður eina jólaseríu í miðbænum sem hafði slitið sig lausa í óveðrinu.
Svo tók við flugeldasala Björgunarfélags Ísafjarðar og Björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal, og má með sanni segja að hún hafi gengið frábærlega vel.
Einnig græjjuðum við flugeldasýningu sem skotið var upp á brennuni á Hauganesi á gamlárskvöld.
Þó mikið sé búið í þessari vertíð er nóg eftir því að nú tekur við 13. dagur jóla með tilheyrandi vinnu fyrir okkur.
Við þurfum að aðstoða við álfabrennuna og skrúðgönguna ásamt því að skjóta upp annari flugeldasýningu.
Síðan tekur við frágangur eftir flugeldasýningarnar og flugeldasöluna í Hnífsdal og að lokum tökum við niður jólaskrautið í miðbænum.
Björgunarfélag Ísafjarðar vill hvetja félaga sína til þess að aðstoða við þá vinnu sem er framundan.
Einnig viljum við þakka bæjarbúum fyrir þann styrk sem þeir hafa veitt okkur með kaupum á neyðarkallinum, jólatrjám og flugeldunum og mynna á að nýjir félagar eru ávalt velkomnir.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.