Fréttir síðustu daga

Undanfarna daga hefur Björgunarfélag Ísafjarðar haft í nógu að snúast.

Við höfum tekið góðan skurk í fjáröflunarverkefni.  Við vorum fengin til þess að tína upp torfþökur í Önundarfirði og leggja þær aftur niður í Tungudal.  Verkefnið stóð yfir í samtals fjóra daga og má með sanni segja að þeir félagar sem komu að þessu verkefni stóðu sig með prýði.

Bátahópurinn hefur líka haft nóg á sinni könnu.  Haldnar hafa verið nokkrar bátaæfingar og eins hafa komið upp nokkur verkefni sem þar sem óskað var eftir aðstoð slöngubáta.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.