Fréttir

Síðast liðin helgi var nokkuð annasöm hjá félagsmönnum Björgunarfélags Ísafjarðar.

Haldin var æfing á b.s. Gunnari Friðrikssyni, þar sem farið var í sjósetningu léttabátsins og nokkrar æfingar teknar á honum með nýliðum áhafnarinnar.
Einnig stóð Björgunarhundasveit Íslands fyrir snjóflóðaleitarhunda námskeiði sem fór fram uppi á Breiðadalsheiði. Samtals mættu 12 hundar ásamt eigendum sínum, víðsvegar af landinu. Frá okkar félagi voru 5 hundar, auk þess mættu tveir sleða menn til aðstoðar við námskeiðið. Og ekki má gleyma unglingadeildinni Hafstjörnunni sem var fengin til að grafa sig í fönn og hundarnir síðan látnir leita af þeim.
Báðar æfingarnar gengu vel fyrir sig og segja má að allir hafi lært eitthvað nýtt.
Nú standa hins vegar yfir miklar flísalagningar í Guðmundarbúð.
Í þessari törn á að flísaleggja niður stigann og ganginn á efri hæðinni. Búið er að slípa og grunna svo nú er bara eftir að henda flísunum á gólfið og fúga yfir.
Reiknað er með að framkvæmdirnar standi yfir næstu kvöld og ætti að vera lokið eftir helgina.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.