Fundur-Æfing!

Í dag var boðað til fundar annað kvöld, miðvikudag kl. 20:30 í Guðmundarbúð.

Guðjón er að setja saman skemmtilega æfingu á sjó sem á að taka á þeim þáttum sem hann lærði úti í Bretlandi hjá RNLI í haust.

Vonandi tekst okkur að manna alla okkar báta, Gunnar F. báða slöngubátana og Svalbarða.

Allir eru velkomnir að mæta, hvort sem þeir telja sig vera í sjóhóp eða landhóp.

Æfingin á að vera á laugardaginn næstkomandi en fundurinn vegna hennar á morgun. Allir hvattir til þess að mæta og sýna áhuga.

Meðfylgjandi mynd var tekin síðastliðinn vetur þegar var verið að prufukeyra Svalbarða.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.