Fundur

Annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 verður næst síðasti fundur unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar á þessu starfsári, fyrir utan hið hefðbundna sumar starf.

Á fundinum á morgun munum við ræða um fyrirhugaða útilega helgina 27.-29. maí.  Einnig munum við ræða um landsmótið sem verður í sumar dagana 6.-10 júlí, skráning á það er hafin og er skráningargjald 1.000-kr. Skráningarfresturinn rennur út fimmtudaginn 2. júní.  Og að lokum munum við tala um annað starf deildarinnar í sumar.

Þar sem þetta verður næstsíðasti fundurinn er fyrirhugað að þrýfa drulluna og skýtinn sem við höfum skilið eftir okkur í vetur.  Það ætti ekki að taka svo langan tíma þar sem umgengni hefur verið þokkaleg undanfarnar vikur.

Eins og sjá má er mikilvægt að mæta til þess fræðast um komandi mánuði hjá deildinni.  Svo er fyrirhugað að ljúka vetrarstarfinu með pompi og prag eftir viku (fyrir utan útileguna).

This entry was posted in Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.