Fyrsta óveðrið í haust!

Mikið var um annir hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar í óveðrinu í gær.
Útkall F3 grænn kom kl. 10:20 í gærmorgun þegar flotbryggjan við sundahöfn slitnaði í tvennt. Mættu þar nokkrir félagar og aðstoðuðu bátseigendur við að binda flotbryggjuna í land. Aðgerðin gegg vel og tók nokkuð fljótt af.

Seinna um daginn eða kl. 18:50 kom annað útkall, F2 gulur. bæði á Gunnar Friðriks. og Björgunarfélagið. Þá hafði bátur slitnað frá bryggju og var að byrja að reka. 5 mín. síðar var það afturkallað, þá var búið að ná bátnum og átti eftir að binda hann.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.